Fara í innihald

Skjöldurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Scutum (stjörnumerki))
Stjörnukort sem sýnir Skjöldinn.

Skjöldurinn (latína: Scutum) er fremur dauft stjörnumerki á suðurhimni sem Johannes Hevelius skilgreindi árið 1684. Hann nefndi það upphaflega Scutum Sobiescianum til heiðurs Jóhanni 3. Sobieski konungi Póllands, en hann hafði unnið sigur í orrustunni um Vínarborg árið áður.