Herkúles (stjörnumerki)
Útlit
(Endurbeint frá Hercules (stjörnumerki))
Herkúles (latína: Hercules) er stjörnumerki á norðurhimni og eitt 48 stjörnumerkja fornaldar sem Kládíus Ptólmæos skráði á 2. öld. Það dregur nafn sitt af grísku sagnhetjunni Heraklesi. Herkúles er fimmta stærsta stjörnumerkið, en hefur engar stjörnur með meira en 2,5 í birtustig. Tvær bjartar kúluþyrpingar eru í Herkúlesi: Messier 13 og Messier 92, auk geimþokunnar Abell 39.