Kassíópeia (stjörnumerki)
Útlit
Kassíópeia er stjörnumerki ofarlega á norðurhimni. Það er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Kládíus Ptólmæos lýsti á 2. öld og nefndi eftir Kassíópeiu sem er móðir Andrómedu í grískri goðafræði. Stjörnumerkið er auðþekkjanlegt á því að fimm björtustu stjörnur þess mynda W.