Fara í innihald

Suðurkórónan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnukort sem sýnir Suðurkórónuna.

Suðurkórónan er stjörnumerki á suðurhimni og eitt af 48 stjörnumerkjum sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld. Forn-Grikkir sáu það fyrir sér sem krans fremur en kórónu og tengdu við Bogmanninn eða Mannfákinn. Björtustu stjörnur stjörnumerkisins mynda hring eða skeifu.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.