Örninn (stjörnumerki)
Útlit
Örninn (latína: Aquila) er stjörnumerki við miðbaug himins. Nafnið er dregið af sögninni um örn Seifs sem geymir og sækir þrumufleyga hans. Bjartasta stjarna merkisins er Altair sem er í stjörnusamstæðunni Sumarþríhyrningnum.
Örninn er í Vetrarbrautinni og sést því best þegar sumar er á norðurhveli.