Skuturinn
Útlit
Skuturinn (latína: Puppis) er stjörnumerki á suðurhimni. Upphaflega var þetta hluti af stjörnmerkinu Argóarfarinu áður en Nicolas-Louis de Lacaille skipti því í þrennt árið 1752: Skutinn, Kjölinn og Seglið. Skuturinn er stærstur þeirra þriggja. Bjartasta stjarnan er Zeta Puppis, blár reginrisi sem er líka þekkt sem Naos („skip“).