Mannfákurinn
Útlit
(Endurbeint frá Centaurus)
Mannfákurinn (latína: Centaurus) er bjart stjörnumerki á suðurhimni og eitt af 48 stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíus Ptólmæos lýsti. Mannfákurinn er sýndur sem kentár úr grískri goðafræði, hálfur maður og hálfur hestur. α Centauri er næsta stjörnukerfi við Sólina og β Centauri er ein af stærstu stjörnum sem uppgötvaðar hafa verið. Í stjörnumerkinu er líka kúluþyrpingin ω Centauri sem er hugsanlega leifar af dvergþoku.