Suðurþríhyrningurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnukort af Suðurþríhyrningnum.

Suðurþríhyrningurinn (latína: Triangulum Australe) er lítið stjörnumerki á suðurhimninum, sem er kallað Suðurþríhyrningurinn til aðgreiningar frá Þríhyrningnum á norðurhimninum. Nafnið er dregið af því að þrjár björtustu stjörnur þess mynda næstum jafnhliða þríhyrning. Stjörnumerkið var fyrst nefnt á stjörnukorti af flæmska stjörnufræðingnum Petrus Plancius árið 1589. Bjartasta stjarna stjörnumerkisins er Atría (eða Alfa Triangulum Australe) sem er risastjarna í um 391 ljósára fjarlægð frá Jörðu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]