Hvalurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Cetus)
Hvalurinn á stjörnukorti.

Hvalurinn (latína: Cetus) er stjörnumerki sem liggur nærri miðbaug himins þar sem vatnamerkin eru: Vatnsberinn, Fljótið, Fiskarnir og Suðurfiskurinn. Nafnið vísar í Ketos, sem í grískri goðafræði getur verið hvaða stóra sæskrímsli sem er, en er oftast þýtt sem „hvalur“ (sbr. söguna um Jónas í hvalnum).

Bjartasta stjarnan í Hvalnum er Difda (Beta Ceti) sem er rauðgul risastjarna í 96 ljósára fjarlægð frá jörðu. Mira eða Ómíkron Ceti, var fyrsta breytistjarnan sem var uppgötvuð.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.