Hringfarinn (stjörnumerki)
Útlit
(Endurbeint frá Circinus)
Hringfarinn (latína: Circinus) er stjörnumerki á suðurhimni. Þetta er eitt þeirra stjörnumerkja sem Nicolas Louis de Lacaille skilgreindi eftir athuganir sínar á Góðrarvonarhöfða um miðja 18. öld. Upphaflega nefndi hann það le compas en síðar fékk það nafnið Circinus eða hringfarinn. Aðeins ein stjarna í merkinu, Beta Circini, nær yfir 4. birtustig.