Andrómeda (stjörnumerki)
Útlit
(Endurbeint frá Andromeda (stjörnumerki))
Andrómeda er stjörnumerki á norðurhveli himins og er sýnilegt allt árið frá Íslandi þegar dimmt er. Hún er ein af 48 stjörnumerkjum sem grísk-rómverski stjörnufræðingurinn Ptolomeus skráði í bók sína Almagest. Hún er skírð eftir Andrómedu, dóttur Kefeifs í grískri goðafræði. Bjartasta stjarna merkisins, Alpha Andromedae, er tvístirni sem hefur einnig verið talin hluti af Pegasus stjörnumerkinu.
Stjörnuþokan Andrómeda er í stjörnumerkinu og heitir eftir því.