Áttavitinn (stjörnumerki)
Útlit
(Endurbeint frá Áttavitinn)
Áttavitinn (latína: Pyxis) er lítið og dauft stjörnumerki á suðurhimni sem Nicolas-Louis de Lacaille lýsti fyrstur á 18. öld. Áður var það hluti af aflagða stjörnumerkinu Argóarfarinu sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld. Björtustu stjörnur þess, Alfa Pyxidis, Beta Pyxidis og Gamma Pyxidis, mynda nokkuð beina línu. Alfa Pyxidis er bláhvít stjarna, 3,67 að styrk, sem er um 10.000 sinnum bjartari en sólin.