Bogmaðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sagittarius (stjörnumerki))
Stjörnukort sem sýnir Bogmanninn.

Bogmaðurinn (latína: Sagittarius) er eitt af stjörnumerkjum Dýrahringsins á suðurhimni. Bogmaðurinn er eitt af stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíus Ptólmæos lýsti og er eitt af stjörnumerkjum nútímans. Tákn merkisins er ♐︎ og hann er oft sýndur sem kentár með dreginn boga. Hann liggur á milli Sporðdrekans og Naðurvalda í vestri og Steingeitarinnar og Smásjárinnar í austri.

Miðja Vetrarbrautarinnar liggur vestast í Bogmanninum á svæði sem nefnist Sagittarius A og inniheldur ofursvarthol. Átta björtustu stjörnur stjörnumerkisins mynda samstirnið „Teketilinn“. Bjartasta stjarnan er Kaus Australis eða ε Sagittarii, tvístirni í 143 ljósára fjarlægð frá Sólinni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]