Fara í innihald

Kristján 8.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kristján VIII)
Kristján 8.

Kristján 8. (17861848) konungur Danmerkur frá 1839; varð ríkisstjóri í Noregi 1813, undirritaði stjórnarskrána á Eiðsvelli 1814 og varð þá konungur Noregs, en neyddist til að segja af sér sama ár vegna stríðshótana Svía.

Kristján 8. var sonur Friðriks erfðaprins, sem var bróðir Kristjáns 7. Hann giftist 1806 Karlottu Friðriku af Mecklenburg-Schwerin, frænku sinni, en hjónaband þeirra var óhamingjusamt. Karlotta Friðrika fæddi son 1808, sem síðar varð Friðrik 7. Þegar Kristján komst að því að Karlotta Friðrika átti í ástarsambandi við franskan söngkennara sinn og tónskáldið Edouard du Puy, batt hann enda á hjónabandið og henni var meinað að sjá son sinn. Hún vistaðist eftir það í Horsens. Þann 22. maí 1815 kvæntist Kristján 8. Karólínu Amalíu (Caroline Amalie). Þau áttu engin börn.

Á valdatíma Kristjáns 8. jókst mjög andstaðan við einveldið.


Fyrirrennari:
Friðrik 6.
Konungur Danmerkur
(1839 – 1848)
Eftirmaður:
Friðrik 7.


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.