Berkjukvef

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bronkítis eða berkjukvef er öndunarfærasjúkdómur sem leggst gjarnan á reykingamenn og íbúa í borgum þar sem mikið af svifryki og mengun er í lofti. Bronkítis lýsir sér sem þurr hósti, andnauð, þreyta og hiti. Oft fylgir einhverskonar hvítt slím með hóstanum, en ef það slím verður gult eða grænt á lit er komin sýking. Bronkítis getur einnig fylgt venjulegu kvefi. Bronkítis varir venjulega ekki lengur en rúma viku og hægt er að nota venjuleg astmalyf til að slá á einkennin, en ef það varir lengur en í 2 mánuði þarf að fara til læknis og láta útiloka lungnakrabbamein.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.