Fara í innihald

Hrísey

Hnit: 66°00′N 18°23′V / 66.000°N 18.383°V / 66.000; -18.383
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

66°00′N 18°23′V / 66.000°N 18.383°V / 66.000; -18.383

Hrísey
Þorp
Hrísey er staðsett á Íslandi
Hrísey
Hrísey
Hnit: 66°00′N 18°23′V / 66.000°N 18.383°V / 66.000; -18.383
SveitarfélagAkureyri
Flatarmál
 • Samtals8 km2
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals161
Póstnúmer
630
VefsíðaVefsíða
Hrísey
Horft út í Hrísey frá Árskógssandi
Hríseyjarkirkja var vígð 26. ágúst 1928. Húsahönnuður var Guðjón Samúelsson.
Mannfjöldaþróun í Hrísey frá 1880 til 2023
Mannfjöldaþróun í Hrísey frá 1880 til 2023

Hrísey er eyja við norðurhluta Íslands. Eyjan liggur í Eyjafirði nærri Dalvík. Hrísey er 8,0 km² að flatarmáli og er önnur stærsta eyjan við Ísland á eftir Heimaey.

Á eynni búa 161 manns (2023), flestir í þorpinu sem er syðst á eynni. Eyjan byggðist upp sem sjávarþorp og er nú vinsæll ferðamannastaður vegna náttúru og fuglalífs. Hrísey heyrir undir Akureyrarkaupstað. Nafn eyjunnar vísar í hrís (smávaxið birkikjarr, þaðan er orðið hrísla komið).

Eyjarlýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Hrísey liggur í Eyjafirði austur af Dalvík og norðaustur af Árskógssandi.

Hún er aflöng eyja frá norðri til suðurs, rúmlega 7 km löng og 2,5 km breið. Hún er láglend, rís hæst 110 metra yfir sjávarmál, og er vel gróin. Berggrunnur eyjarinnar er blágrýti, 11-12 milljón ára gamall.

Jarðhiti er í eynni á tveimur stöðum og hitaveita. Borholurnar eru við ströndina við Kríunes um 1 km norðan við þorpið. Þar eru laugar í flæðarmálinu sem voru um 50°C áður en vinnsla hófst. Við Laugakamb á norðurenda eyjarinnar er laug sem fer á kaf í flóði, hitinn þar er yfir 60°C.

Samfelld byggð hefur verið í Hrísey allt frá landnámstíð. Hríseyjar-Narfi Þrándarson nam eyna. Hans er getið í Landnámabók og Víga-Glúms sögu.

Hrísey heyrði lengst af undir Árskógshrepp en var gerð að sérstökum hreppi, Hríseyjarhreppi, árið 1930 og myndaði upp frá því eigin hreppsnefnd. Þann 1. ágúst 2004 sameinaðist Hríseyjarhreppur Akureyrarkaupstað að undangenginni atkvæðagreiðslu í báðum sveitarfélögunum 26. júní 2004.

Norðmenn hófu síldarveiðar í Eyjafirði og á Austfjörðum á seinni hluta 19. aldar. Var það upphaf þess sem nefndist síldarævintýrið. Hrísey var meðal margra staða í Eyjafirði sem byggðust upp vegna útgerðar og síldarvinnslu Norðmanna og síðar Íslendinga og var síldarverksmiðja reist á eynni. Vegna ofveiðar hvarf síldin 1969 og síðasta fiskvinnslan lagðist af í Hrísey 1999.[1]

Frá 1975 til 2015 var í Hrísey starfrækt einangrunarstöð á vegum landbúnaðarráðuneytisins fyrir dýr sem flutt voru inn til landsins svo tryggt væri að þau beri ekki með sér sjúkdóma til landsins. Fyrst var einangrunarstöðin fyrir nautgripi, en tekið var á móti gæludýrum eftir 1989. Svín hafa líka verið geymd þar.[2]

Ferjan Sævar gengur á milli Hríseyjar og Árskógssands nokkrum sinnum á dag og tekur ferðin um 15 mínútur hvora leið.

Fuglaveiðar eru bannaðar í Hrísey. Engin villt rándýr er að finna þar og því hefur fuglalíf blómstrað og fuglaskoðun þar með. Norðurhluti eyjunnar, Ystabæjarland, er náttúruverndarsvæði í einkaeigu. Á eynni má finna um 40 fuglategundir, helst rjúpu, kríu, og æðarfugl.

  • Hvatastaðir (í eyði)
  • Krossatópt (í eyði)
  • Miðbær (í eyði)
  • Syðstibær
  • Ystibær

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Síldarsagan - stutt. Vefsíða Síldarminjasafnsins.
  2. Einangrunarstöðinni í Hrísey lokað. RÚV, 9. desember 2015.