Fara í innihald

Herðubreiðarlindir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Herðubreiðarlindir

Herðubreiðarlindir eru gróðurvin og lindasvæði í Ódáðahrauni innan Vatnajökulsþjóðgarðar. Svæðið var friðlýst 1974. Herðubreið rís við himinn 4-5 km suðvestan við lindirnar. Svæðið er að mestu þakið hraunum. Aðalhraunið er komið frá Flötudyngju og er tiltölulega ungt. Gígur hennar er vestan við Herðubreið og hraunið umkringir fjallið. Lindirnar streyma fram í lækjum og tjörnum í hrauninu og sameinast í á sem nefnist Lindaá. Hún rennur meðfram hárri hraunbrún til norðurs og fellur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Í Herðubreiðarlindum er Þorsteinsskáli, hús ferðafélags Akureyrar. Víða í og við Herðubreiðarlindir eru minjar hamfarahlaupa í Jökulsá en það eru gífurleg flóð sem hafa komið úr Kverkfjöllum hugsanlega í tengslum við eldsumbrot. Talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hafst við í Herðubreiðarlindum um tíma. Eyvindarkofi er um 100 m norðvestur af Þorsteinsskála. Hann er hlaðinn yfir lind og er gerður úr hraunhellum meðfram hraunkambi og með hraunhellum í þaki.[1]

tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ólafur Briem (1983). Útilegumenn og auðar tóftir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. bls. 77.