Fara í innihald

Kringilsárrani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kringilsárrani er háslétta í 625-700 m hæð á austur-Miðhálendinu. Hún er innsti hluti Brúaröræfa og afmarkast af Brúarjökli, Hálslóni og Kringilsá. Stærð eru tæpir 6400 hektarar. Svæðið er gróið og eru þar tjarnir og votlendi. Það ber merki af hopi jökulsins og eru þar sérkennilegir hraukar. Svæðið var friðlýst árið 1975. Þó hefur Hálslón brotið af svæðinu og varnargarðar hafa verið reistir.[1] Hreindýr og heiðagæsir halda þar til. Veiðar eru bannaðar. Friðlandið er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hálslón brýtur úr friðlandi Kringilsárrana Rúv, skoðað 19. sept. 2019.