Esjufjöll
Esjufjöll | |
---|---|
Hæð | 1.760 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Sveitarfélagið Hornafjörður |
Hnit | 64°15′16″N 16°32′17″V / 64.25457°N 16.537982°V |
breyta upplýsingum |
Esjufjöll eru fjalllendi í Breiðamerkurjökli og eldstöð í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Teljast þau til jökulskerja. Þau eru yfir 1100 m. hæð. Samanstanda þau af fjórum fjöllum sem nefnast Vesturbjörg, Skálabjörg, Esjubjörg og Austurbjörg. Fjöllin hafa líklega verið íslaus síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk. [1] Esjufjöll eru náttúruvé og falla í flokk verndunar Ia á vegum Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna. [2]
Jarðskjálftar hafa greinst reglulega í fjöllunum. Talið er að hafi gosið þar árið 1927 þegar jökulhlaup kom undan jöklinum.
Í rannsóknarferð á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2007 fundust nokkrar lífverur í fyrsta skipti í Esjufjöllum: Brunnklukka, barnarót og fléttutegundirnar blaðkorpa og vætukorpa. Fyrir voru þekktar rúmlega 100 tegundir háplantna í fjöllunum og nokkrar skordýrategundir. En árið 1979 dvaldi stór hópur vísindamanna í Esjufjöllum nokkra hríð en þá var bæði jarðfræði og smádýralíf kannað í Esjufjöllum auk gróðursins.
Jöklarannsóknafélag Íslands á skála í Skálabjörgum í Esjufjöllum.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum Geymt 3 maí 2015 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun. Skoðað 30. janúar, 2016.
- ↑ Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 2. útgáfa, 2013. bls. 12. [1] Geymt 17 apríl 2021 í Wayback Machine
- ↑ Breiðamerkurjökull Geymt 17 október 2014 í Wayback Machine Nat.is Skoðað 30. janúar , 2016.