Landbúnaðarráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landbúnaðarráðuneyti Íslands
Stofnár 1970
Lagt niður 2007
Ráðherra Sjá lista
Ráðuneytisstjóri Gunnlaugur E. Briem (1970-1973)

Sveinbjörn Dagfinnsson (1973-1995)
Dr. Björn Sigurbjörnsson (1995-2000)
Guðmundur Björgvin Helgason (2000-2007)

Staðsetning Arnarhvoll (1970-1987)

Rauðárstígu 25 (1987-1994)
Sölvhólsgötu 7 (1994-2007)

Vefsíða

Landbúnaðarráðuneyti Íslands einnig þekkt sem Landbúnaðarráðuneytið var eitt af ráðuneytum Stjórnarráð Íslands frá árinu 1970 þar til það var sameinað Sjávarútvegsráðuneytinu í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið árið 2007.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnarráð Íslands tók til starfa 1. febrúar 1904 og var því síðar skipt í þrjár deildir: dóms- og kirkjumáladeild, fjármáladeild og atvinnu- og samgöngumáladeild. Landbúnaður heyrði undir þá síðastnefndu en síðar var nafni þess breytt í Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið. Árið 1947 voru málaflokkarnir frekar aðskildir og síðar hafði Atvinnumálaráðuneytið umsjón með honum.

Þegar lög nr. 73/1969 tóku gildi 1. janúar 1970 var landbúnaðarráðuneytið stofnað með eigin skrifstofu og lögbundið starfssvið. Ráðuneytinu var frá 1987 skipt í fimm starfssvið með sér deildarstjóra. Árið 2007 var ráðuneytið sameinað Sjávarútvegsráðuneyti Íslands og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið var stofnað.[1]

Málaflokkar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands nr. 3/2004 fór landbúnaðarráðuneyti með mál er varða:

Landbúnað og starfsemi tengda landbúnaði. Menntun, rannsóknir og eftirlit í landbúnaði. Landgræðslu og skógrækt. Jarðir í eigu og umsjá ríkisins, þ.m.t. kirkjujarðir. Landnotkun í þágu landbúnaðar og önnur jarða- og ábúðarmál. Áveitur, fyrirhleðslur og framræslu. Framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, inn- og útflutning landbúnaðarafurða. Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefnis þeirra, varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt. Aðbúnað búfjár og heilbrigði dýra, varnir gegn dýrasjúkdómum, gæði og heilnæmi aðfanga og landbúnaðarafurða. Veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Lán og stuðning við nýsköpun og starfsemi á sviði landbúnaðar. Hagrannsóknir og áætlunargerð í landbúnaði.[2]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sögulegt yfirlit“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2006. Sótt 21. júní 2006.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2006. Sótt 21. júlí 2006.