Grunnafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leirárvogur.

Grunnafjörður einnig kallað Leirárvogar er friðlýst svæði í Leirársveit; norðan Akrafjalls. Svæðið var friðlýst árið 1994 og verndað árið 1996 samkvæmt Ramsar-sáttmálanum um votlendi. Eins og nafnið gefur til kynna er hinn eiginlegi fjörður grunnur og á leirunum þar er ríkulegt smádýra-, fiska- og og fuglalíf. Um 25% margæsarstofnsins hefur viðkomu í Grunnafirði á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu. Land innan friðlandsins er í einkaeigu. Aðgengi er því takmarkað. Frá 15. apríl til 15. júlí er svæðið lokað almenningi. Þess utan er hægt að heimsækja friðlandið með leyfi landeigenda.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]