Fara í innihald

Myriam Spiteri Debono

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myriam Spiteri Debono
Forseti Möltu
Núverandi
Tók við embætti
4. apríl 2024
ForsætisráðherraRobert Abela
ForveriGeorge Vella
Persónulegar upplýsingar
Fædd25. desember 1952 (1952-12-25) (71 árs)
Victoria, Gozo, Möltu
ÞjóðerniMaltnesk
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiAnthony
Börn3
HáskóliMöltuháskóli

Myriam Spiteri Debono eða Miriam Spiteri Debono (f. 25. október 1952)[1] er maltnesk stjórnmálakona sem er 11. og núverandi forseti Möltu. Hún er fyrsta konan frá Gozo sem hefur verið kjörin til forsetaembættisins. Hún var jafnframt forseti maltneska þingsins[2][3] frá 1996 til 1998 og var fyrst kvenna til að gegna því embætti.[4]

Menntun og starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Spiteri Debono fæddist í Victoria á Gozo. Hún gekk í grunnskóla á Gozo og gekk síðar í Möltuháskóla, þar sem hún nam enskar bókmenntir og málvísindi, og útskrifaðist árið 1973.[5] Hún nam einnig lögfræði og útskrifaðist sem lögbókandi árið 1980.[6][5]

Snemma á embættisferli sínum gegndi Spiteri Denobo formennsku í stjórn samvinnufélaga og var stofnmeðlimur í kynjajafnréttisnefnd.[6]

Hún var frambjóðandi í fimm þingkosningum (1981, 1987, 1992, 1996, 2003) fyrir maltneska Verkamannaflokkinn en náði aldrei kjöri.[7] Hún var hins vegar kjörin í framkvæmdastjórn flokksins árið 1982.[5]

Spiteri Debono var forseti kvennahreyfingar Verkamannaflokksins frá 1993 til 1996.[8][9]

Í september 1996 var hún útnefnd forseti maltneska þingsins af Alfred Sant forsætisráðherra.[10] Hún var fyrst kvenna til að gegna þessu embætti á Möltu. Anton Tabone leysti hana af hólmi í október 1998.[4][10]

Í janúar 2023 stakk maltneski Þjóðernisflokkurinn upp á Myriam Spiteri Debono sem nýjum framkvæmdastjóra siðanefndar en hún neitaði að gefa kost á sér og sagðist hvorki hafa áhuga á stöðunni né teldi hún sig hæfa til að gegna henni.[11]

Þann 21. mars 2024 var Myriam Spiteri Debono talin líklegust til að vera kjörin nýr forseti Möltu.[12][13] Þetta var staðfest viku síðar í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðunnar.[14] Maltneska þingið kaus Spiteri Debono einróma 11. forseta lýðveldisins þann 27. mars 2024. Hún er fyrsti forseti Möltu sem er kjörinn eftir stjórnarskrárbreytingar sem kveða á um að atkvæði tveggja þriðjunga þingmanna þurfi til að samþykkja nýjan forseta.[6]

Spiteri Debono er þriðji kvenforseti Möltu, á eftir Agöthu Barbara og Marie Louise Coleiro Preca.[15] Hún er jafnframt þriðja manneskjan frá Gozo sem gegnir embættinu, á eftir Anton Buttigieg og Ċensu Tabone.[6]

Myriam Spiteri Debono tók við forsetaembættinu þann 4. apríl 2024.[16]

Spiteri Debono hefur búið mestalla ævi sína í Birkirkara á Möltu. Hún er gift lögbókandanum Anthony Spiteri Debono og þau eiga þrjú börn.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. MIN HI MYRIAM SPITERI DEBONO (maltneska)
  2. „Parlament Ta' Malta“. www.parlament.mt. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 desember 2014. Sótt 4. júní 2017.
  3. „Parliament's Standing Orders 'only stencilled papers' - The Malta Independent“. www.independent.com.mt. Sótt 4. júní 2017.
  4. 4,0 4,1 „Kristy Debono to chair this evening's plenary session“. Sótt 4. júní 2017.
  5. 5,0 5,1 5,2 Meilak, Nicole. „Who is Myriam Spiteri Debono, the former Speaker set to become the next President?“. MaltaToday.com.mt (enska). Sótt 1. apríl 2024.
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 Magri, Giulia (27. mars 2024). „Parliament Unanimously Approves Myriam Spiteri Debono as Malta's next President“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 27. mars 2024.
  7. Newsroom, T. V. M. (28. mars 2024). „Notary Myriam Spiteri Debono is Malta's third female President and third Gozitan president“. TVMnews.mt (bresk enska). Sótt 29. mars 2024.
  8. Ltd, Allied Newspapers (3. nóvember 2013). „Press digest“. Sótt 4. júní 2017.
  9. 9,0 9,1 Zammit, Mark Lawrence (31. mars 2024). „What do they think of Myriam Spiteri Debono?“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 31. mars 2024.
  10. 10,0 10,1 „Speaker of the House - Hon. Myriam Spiteri Debono, Eighth Legislature (1996 - 1998)“. Parlament.mt.
  11. Xuereb, Matthew (5. janúar 2023). „Ex-Labour speaker not interested in standard commissioner job“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 21. mars 2024.
  12. Grech, Herman (21. mars 2024). „Myriam Spiteri Debono is frontrunner to become next President of the Republic“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 21. mars 2024.
  13. Sansone, Kurt. „Myriam Spiteri Debono could be the next president“. MaltaToday.com.mt (enska). Sótt 21. mars 2024.
  14. Arena, Jessica (26. mars 2024). „Government and Opposition in agreement on Presidential picks“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 26. mars 2024.
  15. Teuma, Owen (27. mars 2024). „Id-deputati kollha tal-Parlament jivvutaw favur Myriam Spiteri Debono bħala President“.
  16. Arena, Jessica (4. apríl 2024). „Myriam Spiteri Debono is sworn in as 11th President of Malta“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 4. apríl 2024.


Fyrirrennari:
George Vella
Forseti Möltu
(4. apríl 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti