Myriam Spiteri Debono
Myriam Spiteri Debono | |
---|---|
Forseti Möltu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 4. apríl 2024 | |
Forsætisráðherra | Robert Abela |
Forveri | George Vella |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 25. desember 1952 Victoria, Gozo, Möltu |
Þjóðerni | Maltnesk |
Stjórnmálaflokkur | Verkamannaflokkurinn |
Maki | Anthony |
Börn | 3 |
Háskóli | Möltuháskóli |
Myriam Spiteri Debono eða Miriam Spiteri Debono (f. 25. október 1952)[1] er maltnesk stjórnmálakona sem er 11. og núverandi forseti Möltu. Hún er fyrsta konan frá Gozo sem hefur verið kjörin til forsetaembættisins. Hún var jafnframt forseti maltneska þingsins[2][3] frá 1996 til 1998 og var fyrst kvenna til að gegna því embætti.[4]
Menntun og starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Spiteri Debono fæddist í Victoria á Gozo. Hún gekk í grunnskóla á Gozo og gekk síðar í Möltuháskóla, þar sem hún nam enskar bókmenntir og málvísindi, og útskrifaðist árið 1973.[5] Hún nam einnig lögfræði og útskrifaðist sem lögbókandi árið 1980.[6][5]
Snemma á embættisferli sínum gegndi Spiteri Denobo formennsku í stjórn samvinnufélaga og var stofnmeðlimur í kynjajafnréttisnefnd.[6]
Hún var frambjóðandi í fimm þingkosningum (1981, 1987, 1992, 1996, 2003) fyrir maltneska Verkamannaflokkinn en náði aldrei kjöri.[7] Hún var hins vegar kjörin í framkvæmdastjórn flokksins árið 1982.[5]
Spiteri Debono var forseti kvennahreyfingar Verkamannaflokksins frá 1993 til 1996.[8][9]
Í september 1996 var hún útnefnd forseti maltneska þingsins af Alfred Sant forsætisráðherra.[10] Hún var fyrst kvenna til að gegna þessu embætti á Möltu. Anton Tabone leysti hana af hólmi í október 1998.[4][10]
Í janúar 2023 stakk maltneski Þjóðernisflokkurinn upp á Myriam Spiteri Debono sem nýjum framkvæmdastjóra siðanefndar en hún neitaði að gefa kost á sér og sagðist hvorki hafa áhuga á stöðunni né teldi hún sig hæfa til að gegna henni.[11]
Forseti
[breyta | breyta frumkóða]Þann 21. mars 2024 var Myriam Spiteri Debono talin líklegust til að vera kjörin nýr forseti Möltu.[12][13] Þetta var staðfest viku síðar í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðunnar.[14] Maltneska þingið kaus Spiteri Debono einróma 11. forseta lýðveldisins þann 27. mars 2024. Hún er fyrsti forseti Möltu sem er kjörinn eftir stjórnarskrárbreytingar sem kveða á um að atkvæði tveggja þriðjunga þingmanna þurfi til að samþykkja nýjan forseta.[6]
Spiteri Debono er þriðji kvenforseti Möltu, á eftir Agöthu Barbara og Marie Louise Coleiro Preca.[15] Hún er jafnframt þriðja manneskjan frá Gozo sem gegnir embættinu, á eftir Anton Buttigieg og Ċensu Tabone.[6]
Myriam Spiteri Debono tók við forsetaembættinu þann 4. apríl 2024.[16]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Spiteri Debono hefur búið mestalla ævi sína í Birkirkara á Möltu. Hún er gift lögbókandanum Anthony Spiteri Debono og þau eiga þrjú börn.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ MIN HI MYRIAM SPITERI DEBONO (maltneska)
- ↑ „Parlament Ta' Malta“. www.parlament.mt. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 desember 2014. Sótt 4. júní 2017.
- ↑ „Parliament's Standing Orders 'only stencilled papers' - The Malta Independent“. www.independent.com.mt. Sótt 4. júní 2017.
- ↑ 4,0 4,1 „Kristy Debono to chair this evening's plenary session“. Sótt 4. júní 2017.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 Meilak, Nicole. „Who is Myriam Spiteri Debono, the former Speaker set to become the next President?“. MaltaToday.com.mt (enska). Sótt 1. apríl 2024.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 Magri, Giulia (27. mars 2024). „Parliament Unanimously Approves Myriam Spiteri Debono as Malta's next President“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 27. mars 2024.
- ↑ Newsroom, T. V. M. (28. mars 2024). „Notary Myriam Spiteri Debono is Malta's third female President and third Gozitan president“. TVMnews.mt (bresk enska). Sótt 29. mars 2024.
- ↑ Ltd, Allied Newspapers (3. nóvember 2013). „Press digest“. Sótt 4. júní 2017.
- ↑ 9,0 9,1 Zammit, Mark Lawrence (31. mars 2024). „What do they think of Myriam Spiteri Debono?“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 31. mars 2024.
- ↑ 10,0 10,1 „Speaker of the House - Hon. Myriam Spiteri Debono, Eighth Legislature (1996 - 1998)“. Parlament.mt.
- ↑ Xuereb, Matthew (5. janúar 2023). „Ex-Labour speaker not interested in standard commissioner job“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 21. mars 2024.
- ↑ Grech, Herman (21. mars 2024). „Myriam Spiteri Debono is frontrunner to become next President of the Republic“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 21. mars 2024.
- ↑ Sansone, Kurt. „Myriam Spiteri Debono could be the next president“. MaltaToday.com.mt (enska). Sótt 21. mars 2024.
- ↑ Arena, Jessica (26. mars 2024). „Government and Opposition in agreement on Presidential picks“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 26. mars 2024.
- ↑ Teuma, Owen (27. mars 2024). „Id-deputati kollha tal-Parlament jivvutaw favur Myriam Spiteri Debono bħala President“.
- ↑ Arena, Jessica (4. apríl 2024). „Myriam Spiteri Debono is sworn in as 11th President of Malta“. Times of Malta (bresk enska). Sótt 4. apríl 2024.
Fyrirrennari: George Vella |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |