Katerína Sakellaropúlú
Katerína Sakellaropúlú Κατερίνα Σακελλαροπούλου | |
---|---|
Forseti Grikklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 13. mars 2020 | |
Forsætisráðherra | Kýríakos Mítsotakís Íoannís Sarmas Kýríakos Mítsotakís |
Forveri | Prokopís Pavlopúlos |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 30. maí 1956 Þessalóníku, Grikklandi |
Þjóðerni | Grísk |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundin |
Maki | Pavlos Kotsonís |
Börn | 1 |
Háskóli | Háskólinn í Aþenu Université Panthéon-Assas |
Undirskrift |
Katerína Sakellaropúlú (grískt letur: Κατερίνα Σακελλαροπούλου; f. 30. maí 1956) er grísk stjórnmálakona sem hefur verið forseti Grikklands frá 13. mars 2020.[1] Hún var kjörin af gríska þinginu til að taka við embættinu af Prokopís Pavlopúlos þann 22. janúar 2020. Áður en hún varð forseti lýðveldisins var Sakellaropúlú forseti gríska ríkisráðsins, æðsta stjórnsýsludómstóls Grikklands. Hún er fyrsti kvenforseti Grikklands.[2]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Sakellaropúlú er fædd í Þessalóníku. Fjölskylda hennar er frá Stavrúpolí, bæ í héraðinu Xanþí. Hún nam lögfræði við Háskólann í Aþenu og útskrifaðist úr framhaldsnámi í almannarétti við Université Panthéon-Assas. Á miðjum níunda áratugnum hlaut hún aðild að gríska ríkisráðinu og var gerð ráðgjafi þess árið 2000.[3]
Í október 2015 var hún útnefnd varaforseti ríkisráðsins og í október 2018 varð hún, fyrst kvenna, forseti réttarins eftir einróma atkvæðagreiðslu.[4] Kjör hennar kom í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn stjórnmálaflokksins Syriza tók tillit til framsýnna viðhorfa hennar í umhverfis- og mannréttindamálum.[5]
Sakellaropúlú hefur verið félagi í sambandi starfsmanna dómstóla ríkisráðsins. Hún var aðalritari sambandsins frá 1985 til 1986, varaforseti þess frá 2006 til 2008 og forseti frá 1993 til 1995 og frá 2000 til 2001.[3]
Hún birtir reglulega greinar í fræðitímaritum. Hún skrifaði einnig í bókina Fjármálakreppa og umhverfisvernd í dómaframkvæmd ríkisráðsins (gríska: Οικονομική κρίση και προστασία του περιβάλλοντος στη νομολογία του Συμβουλίου της Επικρατείας) árið 2017.[6]
Forseti Grikklands
[breyta | breyta frumkóða]Þann 15. janúar 2020 útnefndi forsætisráðherra Grikklands, Kýríakos Mítsotakís, Sakellaropúlú í embætti forseta lýðveldisins.[7][8] Hún var kjörin forseti þann 22. janúar 2020 með 261 atkvæðum af 300 á gríska þinginu.[2]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Sambýlismaður Sakellaropúlú er lögfræðingurinn Pavlos Kotsonís.[9] Hún á eitt barn úr fyrra hjónabandi.[10]
Hún er stuðningsmaður íþróttafélagsins Aris Þessalóníki.[11]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „President – Presidency of the Hellenic Republic“ (bresk enska). Sótt 15. mars 2020.
- ↑ 2,0 2,1 „Πρόεδρος της Δημοκρατίας εξελέγη η Αικατερίνη Σακελλαροπούλου, του Γιώργου Σ. Μπουρδάρα | Kathimerini“. kathimerini.gr. Sótt 22. janúar 2020.
- ↑ 3,0 3,1 „Ποια είναι η πρώτη γυναίκα πρόεδρος του ΣτΕ, Αικατερίνη Σακελλαροπούλου“. news.gr. 16. október 2018. Sótt 15. janúar 2020.
- ↑ „Όλα τα ονόματα των προέδρων και αντιπροέδρων των Ανωτάτων Δικαστηρίων“. iefimerida.gr. Sótt 15. janúar 2020.
- ↑ Smith, Helena (16. janúar 2020). „Progressive judge to become Greece's first female president“. Sótt 13. mars 2020 – gegnum www.theguardian.com.
- ↑ „Αικατερίνη Σακελλαροπούλου“. biblionet.gr. Sótt 15. janúar 2020.
- ↑ „Greek PM taps top female judge as country's president“. Reuters. 15. janúar 2020. Sótt 16. janúar 2020.
- ↑ „Greek PM Taps Top Female Judge as Country's President“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2020. Sótt 16. janúar 2020.
- ↑ „Το προφίλ της Σακελλαροπούλου: Λάτρης της φύσης, των ταξιδιών και των γατών“. star.gr. Sótt 22. janúar 2020.
- ↑ Smith, Helena (16. janúar 2020). „Progressive judge to become Greece's first female president“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 22. janúar 2020.
- ↑ „Νέα Πρόεδρος της Δημοκρατίας: Η σχέση της Κατερίνας Σακελλαροπούλου με τη Θεσσαλονίκη“. metrosport.gr. Sótt 16. janúar 2020.
Fyrirrennari: Prokopís Pavlopúlos |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |