Rumen Radev

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rumen Radev
Румен Радев
Rumen Radev árið 2018.
Forseti Búlgaríu
Núverandi
Tók við embætti
22. janúar 2017
ForsætisráðherraBojko Borisov
Ognjan Gerdzhikov (starfandi)
Bojko Borisov
Stefan Janev (starfandi)
Kiril Petkov
Galab Donev
Níkolaj Denkov
VaraforsetiÍlíjana Jotova
ForveriRosen Plevneliev
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. júní 1963 (1963-06-18) (60 ára)
Dimitrovgrad, Búlgaríu
ÞjóðerniBúlgarskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn (1990–)
Kommúnistaflokkur Búlgaríu (1980–1990)
MakiGinka Radeva​ (g. 1996; sk. 2014)​
Desislava Radeva ​(g. 2016)
Börn2
HáskóliBúlgarski flugherskólinn
Rakovski-hernaðarháskólinn

Rumen Georgiev Radev (búlgarska: Румен Георгиев Радев; f. 18. júní 1963) er búlgarskur herforingi og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Búlgaríu frá árinu 2017.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Rumen Radev var hermaður í búlgarska flughernum frá 1987 til 2016. Hann var orrustuflugmaður og náði tign majór-hershöfðingja. Hann stýrði búlgarska flughernum frá 2014 til 2016.[1]

Radev bauð sig fram til forseta Búlgaríu með stuðningi búlgarska Sósíalistaflokksins í forsetakosningum landsins árið 2016. Hann lenti í fyrsta sæti með 25,4 % atkvæða í fyrri umferð kosninganna, á undan helsta keppinauti sínum, þingforsetanum Tsetsku Tsatsjeva, sem naut stuðnings GERB-flokksins, sitjandi stjórnarflokks landsins.[2] Radev vann sigur í annarri umferð kosninganna með 59,4 % atkvæðanna á móti 36,2 % atkvæðum Tsatsjeva og 4,5 % auðum atkvæðum.[3][4]

Radev sór embættiseið þann 19. janúar 2017 og tók við embættinu þremur dögum síðar.[5][6]

Kjör Radevs til forseta leiddi til þess að forsætisráðherrann Bojko Borisov úr GERB-flokknum, sem hafði stutt mótframbjóðanda hans í kosningunum, bauð Radev afsögn sína.[7] Radev útnefndi því Ognjan Gerdzhikov forsætisráðherra starfsstjórnar fram að þingkosningum í mars 2017.[8] Þær kosningar enduðu með sigri mið-hægriflokka og því sneri Borisov aftur á forsætisráðherrastól.[9]

Radev hefur átt í deilum við Borisov frá upphafi forsetatíðar sinnar. Hann hefur meðal annars gagnrýnt hann fyrir að leyfa spillingu að blómstra í Búlgaríu, fyrir „glannalegar forystuaðferðir“ hans og fyrir að reyna að kæfa stjórnarandstöðuna. Vegna deilna þeirra hefur Radev margoft beitt neitunarvaldi sínu gegn lagafrumvörpum Borisovs og GERB-flokksins, alls nítján sinnum á fyrstu tveimur og hálfu ári forsetatíðar sinnar.[10][11][12][13] Á móti hefur Borisov sakað Radev um að vinna skemmdarverk á starfsemi ríkisstjórnarinnar og um að vera Sósíalistaflokknum vilhallur á kosningatímabilum.[14][15]

Í júlí 2020 lét ákæruvaldið gera húsleit hjá embætti forsetans og setti nokkra ráðgjafa Radevs í varðhald. Víða var litið á þetta sem valdníðslu og pólitíska aðför Borisovs gegn Radev og atvikið leiddi til fjöldamótmæla gegn ríkisstjórninni. Radev studdi mótmælin opinberlega og kallaði eftir afsögn Borisovs og stjórnar hans, sem hann kallaði „mafíu“.[16]

Þegar Borisov baðst lausnar eftir ósigur GERB í þingkosningum í apríl árið 2021 veitti Radev þremur aðilum stjórnarmyndunarumboð hverjum á fætur öðrum en þeim mistókst öllum að mynda stjórn. Þetta leiddi til þess að þing var rofið á ný og aftur gengið til kosninga þann 11. júlí 2021 og Radev skipaði Stefan Janev forsætisráðherra starfsstjórnar í millitíðinni.[17] Ekki tókst að leysa úr stjórnarkreppunni eftir kosningarnar í júlí og því varð Radev að rjúfa þing og kalla til þriðju kosninganna á einu ári þann 14. nóvember 2021.[18]

Radev bauð sig fram til endurkjörs í forsetakosningum ársins 2021, en fyrri umferð þeirra fór fram samhliða þriðju þingkosningum ársins. Helsti keppinautur hans í kosningunum var Anastas Gerdzhikov, sem naut stuðnings GERB.[19] Radev vann í annarri umferð kosninganna með 66,7 prósentum atkvæða.[20]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. David Cenciotti (10. nóvember 2016). „Major General Rumen Radev, who was the Bulgarian Air Force Commander until August 1, 2016, has been elected President of Bulgaria“. theaviationist.com. The Aviationist. Sótt 16. nóvember 2021.
 2. Bulgarie: le socialiste Radev en tête au 1er tour, Le Figaro, 7. nóvember 2016.
 3. Patrick Edery (15. nóvember 2016). „Après Trump, Poutine s'offre un nouvel ami : « Radev le général rouge »“. La Croix.
 4. Un nouveau président russophile à la tête de la Bulgarie, Le Figaro, 14. nóvember 2016.
 5. „Bulgarie : le président Roumen Radev a prêté serment“ (franska). Euronews. 19. janúar 2017. Sótt 16. nóvember 2021.
 6. „New Bulgaria president pledges post to continuity, democracy“ (enska). Fox News. 22. janúar 2017. Sótt 16. nóvember 2021.
 7. Démission du premier ministre bulgare, Le Figaro, 14. nóvember 2016.
 8. „Bulgarie: Les législatives anticipées fixées au 26 mars“. La Libre Belgique. Sótt 16. nóvember 2021.
 9. „Des nationalistes dans le nouveau gouvernement bulgare“ (franska). RFI. 5. apríl 2017. Sótt 16. nóvember 2021.
 10. Епицентър. „Радев с тежка критика към Борисов: Безконтролният му стил на управление генерира огромна корупция“. epicenter.bg (búlgarska). Sótt 21. ágúst 2019.
 11. „Радев за субсидия 1 лев на глас: Задушава опозицията“. Vesti.bg (búlgarska). Sótt 21. ágúst 2019.
 12. „Две години Радев: какво разбрахме за президента“. www.dw.com (búlgarska). Sótt 21. ágúst 2019.
 13. „Президентът Радев се очертава рекордьор по налагане на вето“. www.dnevnik.bg (búlgarska). Sótt 20. október 2019.
 14. news.bg (9. maí 2019). „Борисов се възмути: Всяко изказване на Радев е против управлението“. News.bg (búlgarska). Sótt 21. ágúst 2019.
 15. „Борисов: Радев опита да направи предизборен подарък на БСП | webcafe.bg“. www.webcafe.bg. Sótt 21. ágúst 2019.
 16. „Bulgaria: PM Borissov and government urged to resign by president“. euronews (enska). 11. júlí 2020. Sótt 23. júlí 2020.
 17. „Bulgarie : Le secrétaire à la Défense nommé Premier ministre par intérim“. latribune.fr. La Tribune. 11. maí 2021. Sótt 16. nóvember 2021.
 18. Róbert Jóhannsson (12. september 2021). „Boðar til þriðju þingkosninganna á árinu“. Sótt 16. nóvember 2021.
 19. Инициативният комитет, който Румен Радев и Йотова, е регистриран в ЦИК
 20. Philip Andrew Churm (22. nóvember 2021). „Bulgaria's Rumen Radev wins presidential re-election: Exit polls“. Sótt 23. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
Rosen Plevneliev
Forseti Búlgaríu
(22. janúar 2017 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti