Friðrik Danakrónprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Friðrik Danaprins (2015)

Friðrik Danakrónprins eða Frederik André Henrik Christian, (fæddur í Kaupmannahöfn, 26. maí 1968) er frumburður Margrétar II Danadrottningar og Hinriks prins. Friðrik giftist heitkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson, þann 14. maí 2004 í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. Krónprinsparið eignaðist soninn Kristján, þann 15. október 2005 og dótturina Ísabellu, 21. apríl 2007. Þau eignuðust svo tvíburana Vincent og Jósefínu, 8. janúar 2011.[1]

Friðrik er fyrstur í erfðaröðinni að dönsku krúnunni og nr. 214 að bresku krúnunni þar sem hann er barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar í gegnum móðurömmu sína, Ingiríði.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.