Friðrik Danakrónprins
| ||||
Friðrik
| ||||
Ríkisár | Er ríkisarfi | |||
Skírnarnafn | Frederik André Henrik Christian | |||
Fæddur | 26. maí 1968 | |||
Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Hinrik Danaprins | |||
Móðir | Margrét 2. Danadrottning | |||
Eiginkona | Mary Elizabeth Donaldson | |||
Börn | * Kristján (f. 2005) |
Friðrik Danakrónprins eða Frederik André Henrik Christian, (fæddur í Kaupmannahöfn, 26. maí 1968) er frumburður Margrétar II Danadrottningar og Hinriks prins.
Friðrik giftist heitkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson, þann 14. maí 2004 í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. Krónprinsparið eignaðist soninn Kristján, þann 15. október 2005 og dótturina Ísabellu, 21. apríl 2007. Þau eignuðust svo tvíburana Vincent og Jósefínu, 8. janúar 2011.[1]
Friðrik er fyrstur í erfðaröðinni að dönsku krúnunni og nr. 214 að bresku krúnunni þar sem hann er barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar í gegnum móðurömmu sína, Ingiríði.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2007. Sótt 27. apríl 2007.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Friðrik Danakrónprins.
- Friðrik Danaprins (á dönsku) Geymt 2005-12-31 í Wayback Machine
