Queens Park Rangers Football Club er enskt knattspyrnulið frá Shepherd's Bush í vestur-London sem spilar í ensku meistaradeildinni. Liðið var stofnað árið 1882 sem Christchurch Rangers og var heimavöllurinn við Queens Park sem er norður af núverandi velli. Helstu andstæðingar úr vestur-London eru Chelsea FC, Fulham FC og Brentford FC.