EV10 Eystrasaltsleiðin
Útlit
EV10 Eystrasaltsleiðin eða Hansaleiðin er um 8.000 km löng EuroVelo-hjólaleið sem liggur umhverfis Eystrasaltið. Leiðin liggur í gegnum 9 lönd, Danmörku, Þýskaland, Pólland, Rússland, Litháen, Lettland, Eistland, Finnland og Svíþjóð. Aðeins Eistland og Finnland hafa fullútfært sinn hluta leiðarinnar.
Leiðin
[breyta | breyta frumkóða]- Danmörk: Leiðin liggur frá Kaupmannahöfn suður eftir strönd Sjálands um Køge, Faxe Ladeplads og Præstø. Síðan um eyjarnar Mön, Falstur og Láland, yfir á Fjón og síðan um jósku bæina Christiansfeld, Haderslev, Aabenraa, Sønderborg og Gråsten að landamærunum við Padborg.
- Þýskaland: Frá Flensborg liggur leiðin eftir Radnetz Deutschland-leið D2 (Ostseeküstenroute) um Glücksburg, Kappeln og Eckernförde til Kiel. Þaðan liggur leiðin yfir á eyjuna Fehmarn og þaðan til Travemünde, Wismar, Warnemünde, Stralsund, Greifswald og Usedom að landamærunum við Ahlbeck.
- Pólland: Leiðin liggur um Świnoujście, Trzebiatów, Mrzeżyno, Kołobrzeg, Darłowo, Ustka, Główczyce, Krokowa, Gdynia, Gdańsk, Kadyny og Frombork að landamærunum við Gronowo.
- Rússland: Leiðin liggur um Kalíníngrad, Swetlogorsk og Selenogradsk að landamærunum við þorpið Morskoje.
- Litháen: Leiðin liggur um Nida og Klaipėda að landamærunum við Palanga.
- Lettland: Leiðin liggur um Liepāja, Kuldīga, Ríga, Sigulda og Salacgrīva að landamærunum við Ainaži.
- Eistland: Leiðin liggur um Pärnu, Kuressaare, Haapsalu, Tallinn og Kohtla-Järve að landamærunum við Narva.
- Rússland: Leiðin fer um Ivangorod, Kingisepp og Sankti Pétursborg að landamærunum við Vyborg.
- Finnland: Leiðin fylgir hjólaleið 7 (Helsinki-Lappeenranta) og fer um Hamina, Kotka, Ruotsinpyhtää og Porvoo til Helsinki. Þaðan liggur leiðin um hjólaleið 1 (Helsinki-Turku) um Kirkkonummi, Pohja og Salo til Turku. Þaðan liggur leiðin um Naantali, Merimasku, Taivassalo, Uusikaupunki, Rauma, Eurajoki og Luvia til Pori og síðan til Vaasa, Oulu að landamærunum við Tornio.
- Svíþjóð: Leiðin fylgir austurstrandarleiðinni sem er hluti af Sverigeleden og fer frá Haparanda um Kalix, Luleå, Piteå, Skellefteå, Umeå, Örnsköldsvik, Sundsvall, Hudiksvall, Söderhamn, Gävle, Österbybruk, Norrtälje, Täby, Stokkhólm, Tumba, Trosa, Nyköping, Söderköping, Valdemarsvik, Loftahammar, Västervik, Figeholm, Oskarshamn, Mönsterås, Timmernabben, Kalmar, Torsås, Jämjö, Nättraby, Karlshamn, Pukavik, Sölvesborg, Åhus, Simrishamn, Ystad og Trelleborg og endar í Malmö.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Merking í Póllandi.
-
Við Warnemünde í Þýskalandi.
-
Á Fehmarn.
-
Í Rostock