Fara í innihald

Sverigeleden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merkingar á Svíþjóðarleiðinni.

Sverigeleden eða Svíþjóðarleiðin er landsnet hjólaleiða í Svíþjóð. Leiðin var sett upp af hjólreiðasamtökunum Svenska Cykelsällskapet frá 1984 til 1988. Leiðanetið, sem telur 39 númeraðar leiðir, nær yfir 9.500 km. Aðalleiðin liggur frá Karesuando nyrst í Svíþjóð til Helsingborgar í suðri, 2.620 kílómetrar að lengd. Hún skiptist í 15 númeraða leggi. Leiðirnar liggja um öll héruð Svíþjóðar nema Gotland. Sumar leiðirnar tengjast leiðum í Noregi og Finnlandi. Mest af leiðinni er á malbikuðum vegum með lítilli umferð eða malbikuðum stígum.