Fehmarn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjan Fehmarn í Eystrasalti

Fehmarn er þriðja stærsta þýska eyjan með 185 km² og var stærsta eyja fyrrverandi Vestur-Þýskalands. Hún liggur í Eystrasalti við vesturströnd Slésvík-Holtsetalands.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Eyjan hét upphaflega fe mer, en það er slavneska og merkir liggjandi í sjónum. Danir héldu þessu heiti en rituðu það Femern. Þjóðverjar tóku þetta heiti upp, en breyttu því í núverandi heiti. Þó er sundið milli eyjarinnar og meginlandsins enn í dag kallað Femernsund, bæði á dönsku og þýsku.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Fehmarn er í Eystrasalti og er tilheyrir sambandsríkinu Slésvíkur-Holtsetalandi. Hún er rétt sunnan við dönsku eyjuna Láland (danska: Lolland), en fyrir norðan þýsku borgina Lübeck. Brú tengir eyjuna við borgina Heiligenhafen á meginlandinu.

Fjölmargir bæir eru á Fehmarn. Þeirra helstir eru Burg og Puttgarden. Frá síðarnefnda bænum ganga ferjur yfir til Rødby á Lálandi. Samanlagt búa 14 þúsund manns á eyjunni.

Náttúruverndarsvæðið Wallnau vestast á Fehmarn er meðal mikilvægustu fuglagriðstaði í Norður-Þýskalandi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Minnisvarði um Jimi Hendrix við bæinn Flügge á Fehmarn

Fyrstu heimildir um Fehmarn eru frá 960, en þá bjuggu slavar þar. Árið 1022 var eyjan sett undir biskupinn í Óðinsvéum og var eyjan dönsk allar götur til 19. aldar. 1864 gengu prússneskar hersveitir á land og hertóku eyjuna meðan dönsku hermennirnir voru í fastasvefni. Var þetta liður í stríði þjóðanna um yfirráðin í Slésvík-Holtsetalandi. Síðan þá hefur eyjan verið þýsk. 1963 var brú lögð frá meginlandinu til Fehmarn. 1970 hélt Jimi Hendrix tónleika á Fehmarn, þeir síðustu fyrir andlát hans. Hann lést aðeins 12 dögum síðar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist