Fehmarn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjan Fehmarn í Eystrasalti

Fehmarn er þriðja stærsta þýska eyjan með 185 km² og var stærsta eyja fyrrverandi Vestur-Þýskalands. Hún liggur í Eystrasalti við vesturströnd Slésvík-Holtsetalands.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Eyjan hét upphaflega fe mer, en það er slavneska og merkir liggjandi í sjónum. Danir héldu þessu heiti en rituðu það Femern. Þjóðverjar tóku þetta heiti upp, en breyttu því í núverandi heiti. Þó er sundið milli eyjarinnar og meginlandsins enn í dag kallað Femernsund, bæði á dönsku og þýsku.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Fehmarn er í Eystrasalti og er tilheyrir sambandsríkinu Slésvíkur-Holtsetalandi. Hún er rétt sunnan við dönsku eyjuna Láland (danska: Lolland), en fyrir norðan þýsku borgina Lübeck. Brú tengir eyjuna við borgina Heiligenhafen á meginlandinu.

Fjölmargir bæir eru á Fehmarn. Þeirra helstir eru Burg og Puttgarden. Frá síðarnefnda bænum ganga ferjur yfir til Rødby á Lálandi. Samanlagt búa 14 þúsund manns á eyjunni.

Náttúruverndarsvæðið Wallnau vestast á Fehmarn er meðal mikilvægustu fuglagriðstaði í Norður-Þýskalandi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Minnisvarði um Jimi Hendrix við bæinn Flügge á Fehmarn

Fyrstu heimildir um Fehmarn eru frá 960, en þá bjuggu slavar þar. Árið 1022 var eyjan sett undir biskupinn í Óðinsvéum og var eyjan dönsk allar götur til 19. aldar. 1864 gengu prússneskar hersveitir á land og hertóku eyjuna meðan dönsku hermennirnir voru í fastasvefni. Var þetta liður í stríði þjóðanna um yfirráðin í Slésvík-Holtsetalandi. Síðan þá hefur eyjan verið þýsk. 1963 var brú lögð frá meginlandinu til Fehmarn. 1970 hélt Jimi Hendrix tónleika á Fehmarn, þeir síðustu fyrir andlát hans. Hann lést aðeins 12 dögum síðar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.