Falstur
Útlit
Falstur (danska: Falster) er eyja við suðurströnd Sjálands í Danmörku. Hún tengist Sjálandi með Stórstraumsbrúnni og Farøbrúnni um Farø, en hún tengist einnig Lálandi með tveimur brúm og göngum undir Gullborgarsund.
Á Falstri búa um 44.000 manns í yfir tuttugu bæjarfélögum. Stærsti bærinn er Nykøbing Falster með tæplega 17.000 íbúa. Uppruni heitisins er óviss, en helst er giskað á tengsl við forn-sænska orðið fala og slavneska orðið polje, sem merkir slétta.
Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.