Delí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alríkishéraðið Delí (norðarlega)
Delí
Delí

Delíhindí दिल्ली eða देहली ) er næststærsta borg Indlands með yfir 11 milljónir íbúa og er stórborgarsvæði borgarinnar það áttunda stærsta í heimi.

Borgin liggur við bakka Yamuna-fljóts á Norður-Indlandi en þar hefur verið byggð síðan á 6. öld f.Kr. Á 13. öld fór Delí að verða miðstöð stjórnmála, verslunar og menningar. Þegar Breska Austur-Indíafélagið náði völdum víða á Indlandi á 18. og 19. öld varð Kalkútta höfuðborg landsins en Georg V Bretlandskonungur kunngerði árið 1911 að höfuðborgin skyldi flutt á ný til Delí. Sunnan gömlu borgarinnar var reist ný höfuðborg, Nýja Delí á 3. áratug 20. aldar. Þegar Indland hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947 var Nýja Delí gerð að höfuðborg landsins og stjórnsetri.