Fara í innihald

Tamil Nadu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Tamil Nadu

Tamil Nadu er fylki syðst á Indlandi. Höfuðstaður er Chennai áður Madras. Fylkið á landamæri að alríkisfylkinu Pudhucherry í vestri og fylkjunum Andhra Pradesh í norðri, Karnataka í norðvestri og Kerala í vestri. Það á strönd að Bengalflóa í austri, Mannarflóa og Palksundi í suðaustri og Indlandshafi í suðri. Handan Palksunds í aðeins um 50km fjarlægð er eyríkið Sri Lanka.

Fylkið dregur nafn sitt af því að meirihluti íbúa eru Tamílar og tamílska er opinbert tungumál þess. Í Tamil Nadu var miðstöð hinna ýmsu Chola-velda sem höfðu mikil áhrif á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Hollendingar, Danir og Frakkar stofnuðu nýlendur á strönd Tamil Nadu á 17. öld. Breska Austur-Indíafélagið lagði héraðið að mestu leyti undir sig í upphafi 19. aldar og hernam svo eða keypti nýlendur annarra ríkja á svæðinu. Þegar Indland hlaut sjálfstæði 1947 varð Tamil Nadu hluti af Madrasfylki sem síðar var skipt upp.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.