Tamil Nadu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Tamil Nadu

Tamil Nadu er fylki syðst á Indlandi. Höfuðstaður er Chennai áður Madras. Fylkið á landamæri að alríkisfylkinu Pudhucherry í vestri og fylkjunum Andhra Pradesh í norðri, Karnataka í norðvestri og Kerala í vestri. Það á strönd að Bengalflóa í austri, Mannarflóa og Palksundi í suðaustri og Indlandshafi í suðri. Handan Palksunds í aðeins um 50km fjarlægð er eyríkið Sri Lanka.

Fylkið dregur nafn sitt af því að meirihluti íbúa eru Tamílar og tamílska er opinbert tungumál þess. Í Tamil Nadu var miðstöð hinna ýmsu Chola-velda sem höfðu mikil áhrif á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Hollendingar, Danir og Frakkar stofnuðu nýlendur á strönd Tamil Nadu á 17. öld. Breska Austur-Indíafélagið lagði héraðið að mestu leyti undir sig í upphafi 19. aldar og hernam svo eða keypti nýlendur annarra ríkja á svæðinu. Þegar Indland hlaut sjálfstæði 1947 varð Tamil Nadu hluti af Madrasfylki sem síðar var skipt upp.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.