Dadra og Nagar Haveli
Útlit
Dadra og Nagar Haveli eru fyrrum hjálenda Portúgals sem er á milli fylkjanna Gujarat og Maharashtra á Vestur-Indlandi. Íbúar hjálendunnar, ásamt indverskum samtökum, gerðu uppreisn gegn portúgölskum yfirvöldum 1954 og lýstu yfir sjálfstæði. Þegar Indland hertók Góa, Daman og Diu árið 1961 samdi forsætisráðherra Dadra og Nagar Haveli um sameiningu við Indland og héraðið varð alríkishérað.
Höfuðstaður Dadra og Nagar Haveli er Silvassa. Íbúar héraðsins eru tæplega 350 þúsund.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dadra og Nagar Haveli.