Arunachal Pradesh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir Arunachal Pradesh

Arunachal Pradesh er austasta fylki Indlands. Það á landamæri í suðri að Assam og Nagalandi, Bútan í vestri, Mjanmar í austri og Tíbet í norðri. Alþýðulýðveldið Kína gerir tilkall til stærsta hluta fylkisins sem Suður-Tíbet. Höfuðstaður fylkisins er Itanagar.

Íbúar Arunachal Pradesh eru um 1,3 milljónir. Héraðið er eitt það fjölbreyttasta á Indlandi hvað varðar menningu, tungumál og trúarbrögð íbúa. Langflest tungumálin eru af tíbesk-búrmísku málaættinni. Enska er eina opinbera mál fylkisins.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.