Ladakh
Útlit
Ladakh er hérað sem Indland stýrir sem alríkissvæði. Ladakh er austurhluti umdeilda héraðsins Kasmír þar sem Indland og Pakistan hafa tekist á um yfirráð frá 1947. Ladakh á landamæri að kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet í austri, indverska héraðinu Himachal Pradesh í suðri, indverska alríkishéraðinu Jammú og Kasmír og pakistanska héraðinu Gilgit-Baltistan í vestri, og tengist Xinjiang um Karakoram-skarðið í norðri. Það nær frá Siachen-jökli í Karakoramfjöllum í norðri að Himalajafjöllum í suðri. Austurendi héraðsins er hinar óbyggðu Aksai Chin-sléttur, sem Kína ræður yfir en Indland gerir tilkall til.[1][2][3][4]
Ladakh var gert að sérstöku alríkissvæði árið 2019. Það er stærsta alríkissvæði Indlands.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Saul B. Cohen, ritstjóri (2008). „Aksai Chin“. The Columbia Gazetteer of the World. 1. árgangur (2nd. útgáfa). New York: Columbia University Press. bls. 52. ISBN 978-0-231-14554-1. LCCN 2008009181. OCLC 212893637. "divided between India and CHINA"
- ↑ Alastair Lamb (25. mars 2023). The China-India Border--the Origins Of Disputed Boundaries. London. bls. 11. Sótt 12. apríl 2024 – gegnum archive.org.
- ↑ „As India and China clash, JFK's 'forgotten crisis' is back“. Brookings. 9. mars 2022. Sótt 31. mars 2024.
- ↑ „Fantasy frontiers“. The Economist. 8. febrúar 2012. Afrit af uppruna á 1. ágúst 2017. Sótt 24. september 2014.