Chhattisgarh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Chhattisgarh

Chhattisgarh er fylki á Indlandi sem var myndað árið 2000 úr öllum héruðum Madhya Pradesh þar sem meirihluti fólks talar chhattisgarhi. Höfuðstaður þess er borgin Raipur. Chhattisgarh á landamæri að Madhya Pradesh í norðvestri, Maharashtra í suðvestri, Andhra Pradesh í suðri, Odisha í austri, Jharkhand í norðaustri og Uttar Pradesh í norðri.

Íbúar Chhattisgarh eru um 25,5 milljónir. Opinbert tungumál fylkisins er chhattisgarhi, sem er hindímállýska. Yfir 98% íbúa eru hindúatrúar. Chhattisgarh er með lægstu lífsgæðavísitölu af öllum fylkjum Indlands.

Nær helmingur fylkisins er skógi vaxinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.