Fara í innihald

Bridgetown

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 00:38 eftir Fyxi (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 00:38 eftir Fyxi (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Chamberlain Bridge í Bridgetown

Bridgetown er höfuðborg og stærsta borg Barbados með um 110 þúsund íbúa. Hún er á suðvesturströnd eyjarinnar. Alþjóðaflugvöllurinn Grantley Adams-flugvöllur er um 16 km suðvestan við miðborgina. Borgin var stofnuð af breskum landnemum á fyrri hluta 17. aldar. Árið 1824 varð bærinn biskupsstóll Barbados og Kulborðseyja og fékk við það borgarréttindi. Á 19. öld var borgin stjórnarsetur bresku nýlendnanna á Kulborðseyjum. Engin sveitarstjórn er í Bridgetown en borginni er stjórnað af þingi Barbados.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.