Fara í innihald

Borknagar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borknagar (2014).

Borknagar er norsk þungarokkssveit frá Bergen sem stofnuð var árið 1995 af Øystein Garnes Brun. Hljómsveitin blandar saman svartmálmi, þjóðlagaþungarokki með framsæknum og melódískum eiginleikum. Textar sveitarinnar fjalla yfirleitt um náttúru, heimspeki, heiðni og himingeiminn. Ýmsir söngvarar hafa verið með sveitinni en þar má nefna Garm (Ulver og ex-Arcturus), Vintersorg (Vintersorg og Otyg) og ICS Vortex (ex-Dimmu Borgir, Arcturus).

Fyrsta plata sveitarinnar var á norsku en síðan hefur sveitin samið á ensku.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Øystein G. Brun – gítar (1995–)
 • ICS Vortex (Simen Hestnæs) – söngur (1997–2000, 2010–), bassi (1998–2000, 2010–)
 • Lazare (Lars A. Nedland) – hljómborð og söngur (1999–)
 • Bjørn Dugstad Rønnow – trommur (2018–)
 • Jostein Thomassen – gítar (2019–)

Fyrrum meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Infernus (Roger Tiegs) – bassi (1995–1996)
 • Garm (Kristoffer Rygg) – söngur (1995–1997, gestur 2016)
 • Ivar Bjørnson – hljómborð (1995–1998)
 • Grim (Erik Brødreskift) – trommur (1995–1998; dó 1999)
 • Kai K. Lie – bassi (1996–1998)
 • Jens F. Ryland – gítar (1997–2003, 2007–2018)
 • Justin Greaves – trommur (1998–1999)
 • Asgeir Mickelson – trommur (1999–2008), bassi og auka gítar (2003–2006)
 • Tyr (Jan Erik Tiwaz) – bassi (2000–2003, 2006–2010)
 • Vintersorg (Andreas Hedlund) – söngur, auka gítar og hljómborð (2000–2019)
 • David Kinkade – trommur (2008-2011)
 • Baard Kolstad – trommur (2012–2018)

Tónleikameðlimur[breyta | breyta frumkóða]

 • Athera (Pål Mathiesen) - söngur (2013-2018)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Borknagar (1996)
 • The Olden Domain (1997)
 • The Archaic Course (1998)
 • Quintessence (2000)
 • Empiricism (2001)
 • Epic (2004)
 • Origin (2006)
 • Universal (2010)
 • Urd (2012)
 • Winter Thrice (2016)
 • True North (2019)
 • Fall (2024)