Haugasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haugesund.
Ráðhúsið í Haugesund
Kort.

Haugasund (norska: Haugesund) er borg í Vestur-Noregi og er staðsett í norðurhluta Rogalands og liggur við sundið Karmsundet. Haraldur hárfagri bjó við Avaldsnes í námunda við Haugasund. Bærinn stækkaði mjög í tengslum við síldveiðar og varð bær opinberlega árið 1855 þegar hann klauf sig frá sveitarfélaginu Torvestad. Þá voru íbúar rúmlega 1000. Íbúar eru nú um 37.000 (2022).

Í Haugasundi eru haldnar hátíðir árlega eins og Norwegian International Film Festival and Sildajazz-jazzhátíðin. Í borginni er stytta af Marilyn Monroe (fædd sem Norma Jeane Mortenson) en faðir hennar er talinn vera Martin Mortensen sem er frá svæðinu.

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Haugesund“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. september 2016.