Fara í innihald

Bergensbanen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Milli Björgvinar og Voss, 1880-1890.
Snjóplógar sem ruddu leiðina árið 1909.

Bergensbanen (Bergensbana á nýnorsku), er 371 kílómetra lestarleiðin milli Björgvinar og Hønefoss. Raunar er oft talað um leiðina til Ósló sem er 496 kílómetrar. Leiðin er sú hæsta með lest í Norður-Evrópu og fer hún um hásléttuna Hardangervidda í 1.237 metrum. Hæsta stöðin er í Finse í 1.222 metrum. Jarðgöng Bergensbanen eru 183 talsins.

Lestarleið opnaði frá Bergen til Voss árið 1883. Árið 1909 var leiðin framlengd til Ósló. Snjóþyngsli á Hardangervidda urðu til þess að 10,5 kilómetra göng voru gerð á hæsta kafla leiðarinnar, frá Finse til Hallingdal. Þau opnuðu árið 1992. Áður hafði hæsti punktur leiðarinnar verið 1.301 metri.