Bodø (borg)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bodø.

Bodø er höfuðborg í samnefndu sveitarfélagi í Nordland-fylki í Norður-Noregi. Íbúar eru um 41.000 (2018). Hún er rétt norðan heimskautsbaugs og er nefnd eftir bænum Boðvin. Bodø/Glimt er knattspyrnufélag borgarinnar. Norski herinn hefur lengi verið með herstöð í Bodö.

Í seinni heimstyrjöldinni eyðilagði þýski flugherinn, Luftwaffe, meira en helminginn af öllum bænum. Þá misstu 3.500 manns heimili sín og 15 létust. Þessi atburður gerðist 27. maí, árið 1940. Á þeim tíma var íbúafjöldi bæjarins 6.000.