Idol
Idol eru raunveruleikasjónvarpsþættir og sjónvarpssöngvakeppni. Fyrsta keppnin var Pop-Idol og var búin til af Simon Fuller árið 2001 í Englandi. Fyrsti þátturinn kom 6. október sama ár. Eftir tvær þáttaraðir var ákveðið í Bretlandi að gera nýja þáttaröð árið 2004 sem mindi taka við af Pop-Idol sem var X-Factor sem var búið til af Simon Cowell.
Íslenska útgáfan af Idol er Idol stjörnuleit sem kom út árin 2003 - 2009. Idol sneri aftur á Íslandi árið 2022 og hét þá einungis Idol. Fleiri útgáfur eru American Idol, Indian Idol, Australian Idol og Canadian Idol svo að eitthvað sé nefnt.