Fara í innihald

Hörðaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki fylkisins
Staðsetning fylkisins

Hörðaland (norska: Hordaland) er fylki í vestur Noregi, 15.436,64 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 525.000 (2019). Höfuðstaðurinn og stærsta borgin í fylkinu er Björgvin (norska: Bergen), með um 283.000 íbúa. Björgvin er einnig næst stærsta borg Noregs. Fylkið er í landshlutanum Vesturland.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Ein tilgátun um uppruna heitis þessa fylkis er sú að hinir svonefndu Herúlar sem nefndir eru í latneskum annálum og sagðir búa á eystri strönd Kimbur-skaga (Jótlands) hafi sest hér að og gefið svæðinu nafn sitt og virðist þessi kenning tekin alvarlega af sumum. Eftir því sem Fornaldarsögur Norðurlanda segja er hér þó einfaldlega um konungseftirnefni að ræða þar sem Hörður bróðir Þránds í Þrándheimmi gaf konungdæmi sínu nafn sitt.

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]