Fara í innihald

Bandung-ráðstefnan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljósmynd frá ráðstefnunni.

Bandung-ráðstefnan eða Ráðstefna um málefni Asíu og Afríku var fundur ríkja í Asíu og Afríku 18.24. apríl 1955 í Bandung í Indónesíu. Ráðstefnan var skipulögð af Indónesíu, Búrma, Pakistan, Seylon og Indlandi og framkvæmdastjóri hennar var Ruslan Abdulgani, ráðuneytisstjóri í indónesíska utanríkisráðuneytinu. Yfirlýst markmið með ráðstefnunni var að efla efnahagslegt og menningarlegt samstarf Afríku- og Asíuríkja og standa gegn nýlendustefnu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Fulltrúar 29 ríkja með samanlagt yfir helming allra íbúa jarðarinnar tóku þátt í ráðstefnunni. Hún leiddi meðal annars til stofnunar Samtaka hlutlausra ríkja.