Fara í innihald

Austur-Ástralíustraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hitamynd af Austur-Ástralíustraumnum

Austur-Ástralíustraumurinn er hafstraumur í Kyrrahafi. Hann er grein af Suður-Miðbaugsstraumnum sem streymir í suður eftir austurströnd Ástralíu og flytur hlýjan sjó og lífverur úr Kóralhafi suður eftir landgrunni Ástralíu. Hraði straumsins er yfirleitt um þrír hnútar en getur náð allt að sjö hnútum á grynningum. Straumurinn veldur hringiðu í Tasmanhafi milli Ástralíu og Nýja Sjálands.

Á hverju sumri flytur straumurinn þúsundir af fiskum og öðrum lífverum frá Kóralrifinu mikla til Sidneyhafnar og lengra suður. Í teiknimyndinni Leitin að Nemó frá 2003 er Austur-Ástralíustraumurinn (eða AÁSið) sýndur sem eins konar hraðbraut fyrir sjávardýr sem flytur trúðfiskinn Marel til Sidneyhafnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.