Indlandshafshringstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Indlandshafshringstraumurinn

Indlandshafshringstraumurinn er hafstraumur í Indlandshafi og einn af fimm helstu hringstraumum í höfum jarðar. Hann er drifinn áfram af tveimur stórum straumum; Vestur-Ástralíustraumnum sem á upptök sín í Suðurhafsstraumnum sem sveigir til norðurs við Ástralíu, og Suður-Miðbaugsstraumnum sem er drifinn áfram af staðvindum við Miðbaug sem blása frá austri til vesturs. Þegar Suður-Asíumonsúnvindurinn blæs á sumrin frá vestri til austurs við Miðbaug, snýr straumurinn við.

Líkt og í hinum fimm stóru hringstraumunum er ruslafláki í miðjum Indlandshafshringstraumnum. Þótt hann virðist ekki vera samfelld breiða af rusli er þar mun meira magn af fljótandi plasti, mengunarefnum og öðru braki en annars staðar í hafinu.