Fara í innihald

Japansstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafstraumar við Japan: Japansstraumurinn er nr. 1

Japansstraumurinn eða Kuroshio („Svartistraumur“) er hafstraumur sem flæðir í norðurátt í vestanverðu Norður-Kyrrahafi. Hann er hluti af Norður-Kyrrahafshringstraumnum og leikur sama hlutverk og Golfstraumurinn í Atlantshafi. Hann hefst þar sem Norður-Miðbaugsstraumurinn mætir Tævan og flæðir í norðaustur meðfram Japan. Þar rennur hann saman við Norður-Kyrrahafsstrauminn sem flæðir austur yfir hafið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.