Hornhöfðastraumurinn
Útlit
Hornhöfðastraumurinn er kaldur hafstraumur sem streymir frá vestri til austurs við Hornhöfða. Hornhöfðastraumurinn er í raun hröðun sem verður á Suðurhafsstraumnum þegar hann fer fyrir höfðann. Grein af straumnum verður Falklandseyjastraumurinn við Falklandseyjar.