Miðbaugsgagnstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Miðbaugsgagnstraumurinn er hafstraumur sem streymir undan vindi í austurátt við miðbaug á um 10-15 metra dýpi. Hann er að finna í Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi á milli Norður- og Suður-Miðbaugsstraumanna. Í Kyrrahafi á hann þátt í að skapa þær aðstæður sem valda El Niño með því að auka á hlýnun sjávar í austurhluta Kyrrahafsins við miðbaug. Í Atlantshafi er straumurinn mjög missterkur eftir árstíðum og verður sterkastur síðsumars.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.