Karíbahafsstraumurinn
Útlit
Karíbahafsstraumurinn er hlýr hafstraumur sem fer í gegnum Karíbahaf í norðvestur og inn í Mexíkóflóa um Júkatansund þar sem hann nefnist Júkatanstraumurinn. Sjórinn í Karíbahafsstraumnum kemur úr Norður-Miðbaugsstraumnum, Norður-Brasilíustraumnum og Gvæjanastraumnum.